1. Að sníða verkfærið að veruleikanum eða veruleikann að verkfærinu? Um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa
- Author
-
Ragna Kemp Haraldsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, and Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
- Subjects
General Medicine - Abstract
Til að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði var jafnlaunavottun lögfest með séríslenskum jafnlaunastaðli og lögum nr. 56/2017 sem tóku gildi 1. janúar 2018. Markmið staðalsins er að skipulagsheildir komi sér upp stjórnkerfi launa sem tryggi að ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða hvort jafnlaunastaðallinn hafi skilað árangri. Viðtöl voru tekin við starfandi vottunaraðila til þess greina framkvæmd og gagnsemi vottunarinnar. Jafnframt var þróun launamunar kynjanna í launarannsókn Hagstofu Íslands greind fyrir tímabilið 2012-2020. Skipulagsheildir sem höfðu fengið jafnlaunavottun og tóku þátt í launarannsókninni voru bornar saman við óvottaðar skipulagsheildir. Einnig voru borin saman laun karla og kvenna fyrir og eftir jafnlaunavottun. Vottunaraðilar líta á jafnlaunavottun sem farsælt skref í þágu launajafnréttis þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir varðandi regluverk af hálfu stjórnvalda. Munur á reglulegum launum karla og kvenna hefur dregist saman um tæp átta prósentustig á umræddu tímabili en lítill munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hafa fengið vottun og annarra. Því er ekki hægt að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Jafnlaunastaðallinn og umræða um hann gæti hafa haft óbein áhrif í þá veru að draga úr launamun kynja almennt. Þótt jafnlaunastaðallinn hafi aukið gæðastarf við launasetningar þá eru áhyggjur af ónákvæmum vinnubrögðum og því að staðallinn veiti mismunun í launasetningu hefðbundinna kvenna og karlastarfa lögmæti. Skortur á samræmdum aðgerðum skipulagsheilda og vottunaraðila er vandamál sem stjórnvöld þyrftu að bregðast skjótt við með skýrum hætti.
- Published
- 2022